20 drepnir í óeirðum í Kongó

Til mótmæla kom í Kinhasa höfuðborg Lýðveldisins Kongó í dag, ...
Til mótmæla kom í Kinhasa höfuðborg Lýðveldisins Kongó í dag, en ekki eru allir sáttir við að forsetatíð Josep Kabila, forseta landsins, hafi verið framlengd til ársins 2018. AFP

20 manns létust hið minnsta í átökum mótmælenda og öryggissveita í Kinshasa, höfuðborg Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í dag. Efnt hafði verið til mótmælanna vegna þess að Joseph Kabila, forseti landsins neitar að láta af embætti, að sögn embættismanns Sameinuðu þjóðanna í Kongó.

Fréttavefur BBC hefur eftir vitnum á vettvangi að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur í miklu návígi.

Kabila hefur verið forseti Kongó í 15 ár og átti valdatíð hans á forsetastóli að ljúka á miðnætti í gærkvöldi, en var nýlega framlengd til ársins 2018.

Helsti keppinautur Kabila segir ákvörðun hans að láta ekki af embætti, jafngilda valdaráni. 

Til stóð að efna til forsetakosninga í landinu í síðasta mánuði, en kjörnefnd frestaði kosningunum og bar við efnahags- og skipulagslegum vanda við að skipuleggja kosningarnar.

Kabila hefur nú myndað millibilsstjórn sem á að fara með völdin í landinu þar til kosið verður árið 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...