Járnhliðið komið á sinn stað

Járn­hliðið úr Dachau-út­rým­ing­ar­búðunum með áletr­un­inni „vinn­an frels­ar“ (Arbeit macht frei) sem var stolið fyr­ir tveim­ur árum er komið aftur á sinn stað. Hliðið sem er um 100 kíló að þyngd fannst fyrir utan Björg­vin í Noregi í byrjun desember síðastliðinn eftir nafn­lausa ábend­ingu.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 

„Ég varð miður mín yfir því að minning um fórnarlömb útrýmingarbúðanna hafi verið vanhelguð,“ sagði Jean-Michel Thomas, forseti Dachau-út­rým­ing­ar­búðanna. Hann sagði jafnframt að tilgangurinn með því að fjarlægja hliðið hafi verið tilraun til að þurrka út söguna. Hann hvatti lögreglu til að rannsaka málið af fullum krafti. 

Í upp­hafi átti að senda þangað póli­tíska fanga en í seinni heimsstyrj­öld­inni var búðunum breytt í út­rým­ing­ar­búðir þar sem yfir 41 þúsund gyðing­ar voru tekn­ir af lífi.

Lögreglan sagði á sínum tíma þegar hliðið hvarf að í rannsókn væri að kanna hvort nýnasistar hefðu staðið á bak við ódæðið. Lögreglan bauð tíu þúsund evrur fyrir ábendingu um hvarfið. 

Þess má get að sænsk­ur nýnas­isti stal sam­bæri­legu hliði úr Auschwitz-út­rým­ing­ar­búðunum árið 2009. Sá var hand­tek­inn og fang­elsaður í tvö ár.

Járnhliðið er komið aftur á sinn stað.
Járnhliðið er komið aftur á sinn stað. AFP
mbl.is