Segjast hafa beitt lágmarksvaldi

AFP

Í skýrslum frá öryggisfulltrúum á O‘Hare-flugvellinum í Chicago sem nýlega voru birtar er dregin upp ansi svört mynd af David Dao, manninum sem dreginn var frá borði flugvélar flugfélagsins United Airlines af mikilli hörku fyrr í mánuðinum. Málið hefur vakið heimsathygli en myndbandi af atvikinu, sem átti sér stað 9. apríl, var deilt á netið og fór á mikið flug á samfélagsmiðlum.

Það voru bandarískir fjölmiðlar sem kölluðu eftir að fá gögnin en í þeim kemur fram að farþeginn, David Dao, hafi verið „árásargjarn“ og að einn þriggja öryggisvarða, sem reyndu að draga hann frá borði, hafi misst takið þegar Dao baðaði út höndum sínum með þeim afleiðingum að hinn 69 gamli farþegi hafi dottið og slasað sig.

Í skýrslunum er jafnframt í fyrsta sinn greint frá því að þrír fulltrúar hafi verið í vélinni, þar af einn sem skrifaði að beitt hafi verið „lágmarks- en nauðsynlegu valdi“  til að koma Dao frá borði vélarinnar sem var á leið til Louisville í Kentucky og var yfirbókuð.

United hefur sagt að nauðsynlegt hafi verið að víkja einhverjum farþegum úr vélinni til að hafa pláss fyrir starfsfólk fyrirtækisins sem átti að mæta á vakt í Louisville daginn eftir. Myndband af atvikinu varð til þess að orðspor fyrirtækisins hefur beðið hnekki og vakti atvikið mikla reiði almennings og hefur fyrirtækið sent frá sér fjölda afsökunarbeiðna í kjölfarið.

Samkvæmt gögnunum, sem fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað um, reyndi öryggisfulltrúinn ítrekað að sannfæra Dao um að yfirgefa vélina en hann hafi svarað fullum hálsi. „Ég yfirgef ekki þetta flug sem ég hef borgað fyrir. Mér er alveg sama þótt ég verði handtekinn,“ hefur öryggisfulltrúinn Mauricio Rodriguez eftir Dao í skýrslunni.

Þá skrifar fulltrúinn James Long, að hann hafi gripið í Dao til að draga hann upp úr sæti sínu en þá hafi Dao „byrjað að sveifla höndunum upp og niður með krepptan hnefa.“ Sló hann þá hendur fulltrúans af sér með þeim afleiðingum að hann missti takið „sem varð til þess að hann féll“ og lenti á armpúða sætisins. Í yfirlýsingu sem þeir birtu í kjölfarið segjast Rodriguez og Long hafa „aðstoðað viðkomandi með því að beita lágmarks- en nauðsynlegu valdi til að koma honum í burtu.“

Dao, sem er læknir og var á leið heim til sín til Kentucky eftir frí, var skilinn eftir blóðugur og með brotið nef og heilahristing. Þá missti hann tvær tennur og mun þurfa að gangast undir aðgerð að sögn lögfræðinga hans sem hafa í hyggju að leggja fram kæru vegna málsins.

Thomas Demetrio, lögmaður Dao, svaraði ekki símtali AFP-fréttastofunnar þegar haft var samband við hann til að kalla eftir viðbrögðum hans við þessum nýju upplýsingum. Í samtali við Los Angeles Times sagði hann hins vegar að það sem fram kæmi í skýrslunum væri „algjört bull“ og hvatti blaðamann til að taka til greina hvaðan upplýsingarnar kæmu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...