Ráðgjafar May segja af sér

Nick Timothy, til vinstri á myndinni, hefur sagt af sér.
Nick Timothy, til vinstri á myndinni, hefur sagt af sér. AFP

Tveir helstu ráðgjafar breska forsætisráðherrans Theresu May hafa tilkynnt afsagnir sínar í kjölfar óvænts ósigurs Íhaldsflokksins í nýafstöðnum þingkosningum.

Ráðgjafarnir heita Nick Timothy og Fiona Hill, en í yfirlýsingu segist Timothy taka ábyrgð á stefnuyfirlýsingu Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar, þar sem flokkurinn missti svo hreinan meirihluta sinn á þinginu.

Aðstoðarritstjóri stjórnmálafrétta hjá BBC, Norman Smith, segir May hafa með þessu skapað sér smá andrými.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert