Starfsmenn ESB létust í árás á Malí

Staðfest hefur verið að tveir starfsmenn ESB hafi látist í …
Staðfest hefur verið að tveir starfsmenn ESB hafi látist í árásinni. AFP

Tveir óbreyttir borgarar sem létust í árás vopnaðra vígamanna á vinsælum ferðamannastað í Malí, voru báðir starfsmenn Evrópusambandsins. Þetta staðfesti Federica Mogherini, æðsti yfirmaður utanríkis- og öryggismála sambandsins, eftir fund utanríkisráðherra ESB í Lúxemborg í dag. Fórnarlömbin voru malísk kona og portúgalskur karlmaður.

Evrópusambandið hefur verið með sendifulltrúa í Malí til aðstoða við þjálfun hermanna og eru me starfsstöð í höfuðborginni Bamako.

Skotmark árásarinnar var ferðamannastaðurinn Kangaba Le Cam­pement, sem er skammt frá Bama­ko. Lögregla náði að leysa 36 manns úr gíslingu, en flestir gíslanna voru franskir og malískir borgarar. Lögreglan skaut fjóra vopnaða vígamenn og hneppti fimm í varðhald eftir árásina.

Árás­ar­menn­irn­ir eru sagðir hafa hrópað „Alla­hu Ak­b­ar“, eða „Guð er mest­ur“ áður en þeir létu til skar­ar skríða og Salif Tra­ore, ráðherra ör­ygg­is­mála í land­inu, seg­ir að vopnaðir íslam­ist­ar beri ábyrgð á ódæðinu. Enginn öfgahópur hefur þó lýst árásinni á hendur sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert