Fjórir létu lífið í mótmælum

Frá mótmælum í Venesúela í dag.
Frá mótmælum í Venesúela í dag. AFP

Fjórir mótmælendur létu lífið í borginni Barquisimeto í Venesúela í dag en síðustu þrjá mánuði hafa 89 manns látið lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu.

Engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um síðustu dauðsföllin nema að þau voru á aldrinum 20 til 49 ára. Einn stjórnarandstöðuþingmaður greindi þó frá því að fólkið hefði látið lífið vegna skotsára.

Barquisimeto er í um 350 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Caracas. Í dag eru þrír mánuðir síðan að mótmæli gegn forseta landsins, Nicolas Maduro, hófust.  

Eins og fyrr segir hafa 89 látið lífið í mótmælunum síðan. Þá hafa um þúsund særst og 3.500 manns verið handteknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert