Deilan um gullforða Venesúela heldur áfram

Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AFP

Áfrýjunardómstóll í London hefur beðið Hæstarétt landsins um að endurskoða úrskurð þar sem kom fram að breska ríkisstjórnin hefði viðurkennt leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela sem forseta landsins.

Í júlí síðastliðnum túlkaði hæstaréttardómari yfirlýsingu frá Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, þannig að bresk yfirvöld styddu Juan Guaido sem forseta landsins til bráðabirgða.

Málið snýst um deilu vegna yfir eins milljarðs dollara í gullforða sem seðlabanki Venesúela vill leysa út úr enska seðlabankanum. Nota á peningana til að takast á við fjárhagserfiðleika vegna kórónuveirunnar.

Enski seðlabankinn sagðist ekki geta gefið leyfi fyrir því að gullið yrði tekið út vegna deilna um forsetaembættið að loknum forsetakosningunum í Venesúela árið 2018. Spurningin snýst um hver hafi valdið til að leysa út gullforðann. 

Juan Guaido í júní síðastliðnum.
Juan Guaido í júní síðastliðnum. AFP

Stjórn seðlabankans í Venesúela var skipuð af forsetanum Nicolas Maduro, sem tók við embættinu af Hugo Chavez. Önnur stjórn sem var skipuð af Guaido hefur óskað eftir því að forðinn verði ekki leystur út. Stuðningsmenn Maduro hafa fagnað úrskurði áfrýjunardómstólsins.

Í janúar í fyrra lýsti Guaido því yfir að hann yrði forseti Venesúela til bráðabirgða þangað til frjálsar kosningar yrðu haldnar og studdu hann Bandaríkin og fjöldi annarra ríkja.

mbl.is