Katar fer fram á skaðabætur

Ali bin Fetais-al Marri, ríkissaksóknari Katar.
Ali bin Fetais-al Marri, ríkissaksóknari Katar. AFP

Yfirvöld í Katar hyggjast leita réttar síns vegna viðskiptaþvingana fjögurra ríkja á Arabíuskaganum, og fara fram á skaðabætur. Guardian greinir frá þessu.

Hafa löndin sakað Katar um að ógna stöðug­leika í heims­hlut­an­um með því að styðja við bakið á hryðju­verka­sam­tök­um.

Um er að ræða Sádi-Ar­ab­íu, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in, Barein og Egypta­land. Rík­in ákváðu að slíta tengsl­um við Kat­ar í byrj­un síðasta mánaðar og settu viðskiptaþving­an­ir á landið. Í kjöl­farið sendu rík­in stjórn­völd­um í Kat­ar lista með þrett­án kröf­um sem ríkið þyrfti að upp­fylla svo tengsl­um yrði aft­ur komið á.

Ali bin Fetais-al Marri, ríkissaksóknari Katar, segir að farið verði fram á skaðabætur fyrir hönd fyrirtækja í landinu sem hafi skaðast vegna viðskiptaþvingananna. Sett hefur verið saman nefnd sem mun taka á móti kröfum fyrirtækjanna. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, mun heimsækja Arabíuskaga í dag í von um að miðla málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert