Myndböndin „tilheyra ekki almenningi“

Vinir prinsessunnar segja að birting myndbanda þar sem hún talar …
Vinir prinsessunnar segja að birting myndbanda þar sem hún talar um hjónaband sitt við prinsinn af Wales og framhjáhald hans vera brot á friðhelgi hennar. AFP

Vinir Díönu prinsessu hvetja sjónvarpsstöðina Channel 4 til þess að birta ekki umdeild myndbönd þar sem hún talar um vandræði í hjónabandi sínu. 

Heimildarmyndin „Diana: In Her Own Words“ á að vera frumsýnd í aðdraganda 20 ára ártíðar prinsessunnar.

BBC greinir frá því að myndböndin, sem voru tekin af talmeinafræðingi hennar, hafa aldrei áður verið sýnd í Bretlandi. Channel 4 segir að þau „veiti einstaka innsýn“ inn í líf prinsessunnar.

Náin vinkona Díönu, Rosa Monckton, sagði að birting þeirra væri brot á friðhelgi prinsessunnar. Hefur hún skrifað til sjónvarpsstöðvarinnar og beðið þau um að birta ekki myndböndin.

„Þau tilheyra ekki almenningi,“ sagði hún í viðtali við fréttamiðilinn The Guardian.

Myndböndin voru tekin af Peter Settelen sem var ráðinn af Díönu við að kenna sér að tala opinberlega. Á þeim talar hún meðal annars um hjónaband sitt við prinsinn af Wales, kynlíf þeirra og framhjáhald hans með núverandi eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert