Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

Díana prinsessa 17. júní árið 1997.
Díana prinsessa 17. júní árið 1997. AFP

Við vitum það kannski öll en Díana prinsessa, mamma þeirra Vilhjálms og Harrys Bretaprinsa var engin venjuleg prinsessa. Hún fæddist 1. júlí árið 1961 og lést 31. ágúst 1997. Hún hefði því orðið 58 ára í vikunni. Hér eru nokkrar staðreyndir sem tímaritið Harper's Bazaar tók saman í tilefni af því.

Hún var fjórða yngsta systkinið af fimm

Díana prinsessa átti tvær systur, Söruh og Jane, og yngri bróðurinn Charles Spencer. Eldri bróðir hennar John Spencer dó nokkrum klukkustundum eftir að hann fæddist, einu og hálfu ári áður en Díana fæddist.

Foreldrar hennar skildu þegar hún var 7 ára

Foreldrar Díönu, Frances Shand Kydd og Edward John Spencer, skildu þegar hún var aðeins 7 ára gömul. Þau áttu erfitt samband og Frances sagði að líkamlegt ofbeldi og framhjáhald hafi verið ástæða þess að þau skildu.

Amma hennar var aðstoðarkona mömmu Elísabetar drottningar

Móðuramma Díönu, Ruth Roche, var aðstoðarkona mömmu drottningarinnar og Elísabetar drottningar. Hún var náin vinkona drottningarinnar og skipulagði margar veislur fyrir hana.

Hún ólst upp í Sandringham

Fjölskylda Díönu leigði hús í landi Sandringham sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Mamma Díönu fæddist þar og einnig Díana. Fjöldi konunglega viðburða hefur verið haldinn þar en Karlotta dóttir hertogahjónanna af Cambrigde var skírð í kirkjunni þar.

Karl og Díana prinsessa á brúðkaupsdag sinn 29. júlí 1981.
Karl og Díana prinsessa á brúðkaupsdag sinn 29. júlí 1981. AFP

Hana langaði til að verða ballerína

Díana æfði ballett þegar hún var ung og vildi verða atvinnuballettdansari. Hún varð þó of hávaxin og gat ekki haldið dansinum áfram.

Hún fékk titilinn „hefðarmey“ þegar faðir hennar varð jarl

Díana fékk titilinn „Lady Diana Spencer“ árið 1975 þegar faðir hennar varð Spencer jarl. Eftir það fékk hún gælunefnið „Lady Di“ þangað til hún giftist Karli Bretaprins og varð Díana prinsessa.

Hún stóð sig ekki vel í skóla

Díönu var kennt heima þangað til hún varð 9 ára. Þá fór hún í heimavistarskóla. Hún féll á landsprófinu tvisvar sinnum og hætti í skóla þegar hún var 16 ára. Hún fór í skóla í Sviss í eina önn áður en hún kynnist Karli.

Hún vann sem barnfóstra og kennari

Áður en Díana og Karl Bretaprins kynntust vann hún sem barnfóstra og kennari.

Hún var sú fyrsta af konungsfólkinu til að vinna launaða vinnu

Þegar hún giftist Karli Bretaprins árið 1981 þá var hún sú fyrsta í konungsfjölskyldunni sem vann launaða vinnu þangað til hún trúlofaðist. Katrín hertogaynja var fyrsta konunglega brúðurin með háskólagráðu.

Karl Bretaprins var í slagtogi með eldri systur hennar

Díana kynntist Karli í gegnum systur sína Söruh, en Sarah og Karl höfðu farið á nokkur stefnumót fyrir það. Þær systur voru mjög nánar og ferðuðust mikið allt til dauðadags Díönu.

Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á ...
Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á McDonalds. mbl.is/AFP

Hún hafði aðeins hitt Karl 12 sinnum áður en þau giftust

Áður en Karl og Díana trúlofuðust höfðu þau aðeins hist um 12 sinnum. Díana var aðeins 19 ára gömul þá, en Karl 32 ára. Filippus prins setti pressu á son sinn að „gera það rétta í stöðunni“ og giftast Díönu að sögn ævisöguritara Díönu, Susan Zirinsky.

Brúðarkjóll hennar setti met

Brúðarkjóllinn var gerður af hönnunarteyminu og hjónunum David og Elizabeth Emanuel. Á honum voru yfir 10 þúsund perlur og lengsta slör sem sést hefur.

Hún sleppti úr tryggðarheitunum í brúðkaupinu

Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún fór með tryggðarheit sín í brúðkaupi sínu og Karls þegar hún sleppti því að segjast ætla að hlýða (e. obey) eiginmanni sínum. Í stað þess lofaði hún að „elska hann, hughreysta hann, virða hann og eiga hann í blíðu og stríðu“. Katrín og Meghan Markle gerðu slíkt hið sama í tryggðarheitum sínum og slepptu hlýðninni.

Hún var fyrst af konungsfjölskyldunni til að eiga börn sín á spítala

Það var konungleg hefð að konur í fjölskyldunni áttu börn sín heima. Vilhjálmur prins var sá fyrsti til að fæðast á spítala. Hann fæddist á St. Mary‘s-sjúkrahúsinu.

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP
mbl.is

Þetta heldur áfram að vera í tísku á heimilinu

05:00 Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort húsgögnin sem þig langar í verði dottin úr tísku á morgun er gott að fara yfir hvað sérfræðingar segja um málið. Meira »

Skipuleggðu þig fyrir kynlíf

Í gær, 21:00 Hugsar þú um innkaupalistann eða skipuleggur helgarþrifin í höfðinu á meðan þú stundar kynlíf? Hér er einfalt ráð til þess að hætta því og vera algerlega til staðar á meðan þú stundar kynlíf. Meira »

Thelma Ásdísardóttir léttist um 74 kíló

Í gær, 17:28 Thelma Ásdísardóttir, baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi, er nær óþekkjanleg á forsíðu Vikunnar en þar talar hún opinskátt um hvernig hún fór að því að léttast um 74 kíló. Meira »

Var sjálf greind með sjúkdóminn um þrítugt

Í gær, 14:05 „Ég er ein af þeim heppnu. Ég greindist upp úr þrítugu og þurfti bara eina stóra aðgerð. Meira fé í rannsóknir og meiri meðvitund um sjúkdóminn innan heilbrigðiskerfisins,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Meira »

Frú Vigdís lét sig ekki vanta

Í gær, 13:15 Margt var um manninn í Tjarnarbíói á miðvikudagskvöldið þegar sviðslistahópurinn Sálufélagar frumsýndu verkið Independent Party People. Vigdís Finnbogadóttir var meðal gesta. Meira »

Rýnt í hausttískuna - rúskinn og leður áberandi

Í gær, 11:05 Hvaða týpa ætlar þú að vera í vetur? Ætlarðu að vera þessi sem hefði gert allt vitlaust í atvinnulífi áttunda áratugarins eins og Diane von Furstenberg eða? Meira »

Móðirin segir að barnið sé slys

í gær „Hvernig getur móðir logið um að barn hennar hafi verið slys? Mér finnst það svo ógeðslega ljótt og sárt að hún hafi sagt þetta án þess að blikka auga og vitandi betur. Siðferðilega séð; hvernig er þetta hægt?“ Meira »

Mestu skvísur bæjarins mættu á tónleikana

í fyrradag Hljómsveitin Gud Jon hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í Iðnó á dögunum. Söngvarinn Högni Egilsson hitaði upp fyrir hljómsveitina. Hljómsveitina Gud Jon skipa Guðjón Böðvarsson sem er söngvari, Henry Counsell og Richard Jahn. Meira »

Herra Tinder fann ekki ástina á Tinder

í fyrradag „Hvernig á einhleypt fólk möguleika á að finna ástina á Tinder ef vinsælasti maðurinn á Tinder gat það ekki?“  Meira »

Harry varð brjálaður út í Vilhjálm

í fyrradag „Ný heimildamynd um prinsana af Wales, Vilhjálm og Harry var frumsýnd um seinustu helgi í Bretlandi og ber heitið William and Harry: Princes at War,“ skrifar Guðný Ósk Laxdal í nýjasta pistli sínum á Smartlandi. Meira »

Leið illa þegar hún málaði grátt yfir bleikt

í fyrradag Leikkonan Lena Dunham segir að sér hafi liðið illa þegar hún þurfti að fela litríka íbúð sína til að þóknast þáverandi kærasta sínum. Meira »

Ævintýrahús Daða Guðbjörns og Soffíu

í fyrradag Myndlistarmaðurinn Daði Guðbjörnsson og eiginkona hans, Soffía Þorsteinsdóttir, hafa sett sitt heillandi einbýli við Nýlendugötu á sölu. Meira »

Minnislærdómur þarf ekki að vera leiðinlegur

21.8. Lærdómsforrit hverskonar eru sniðug leið til að fanga athygli ungmenna og gera lærdóminn bæði skemmtilegan og gagnvirkan.  Meira »

„Vinurinn tvívegis lamið barnið“

20.8. „Barnið mitt kom heim og sagði vin sinn hafa hrint sér tvisvar sinnum þann daginn - annars vegar því það reiddist þegar það heyrði ekki svar við spurningu og hélt sig hundsað.“ Meira »

Uppáhaldsstaðurinn er þar sem ég bý

20.8. Sigríður María Egilsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði fyrr í sumar frá Háskólanum í Reykjavík en heldur út til Stanford í framhaldsnám í alþjóðlegri viðskiptalögfræði á næstu dögum. Meira »

Íslenskir hönnuðir sýna í Lundúnum

20.8. Studio Hanna Whitehead, Ragna Ragnarsdóttir, 1+1+1, Theodóra Alfreðs, Studíó Flétta, Björn Steinar Blumenstein, Tinna Gunnarsdóttir, Rúna Thors & Hildur Steinþórsdóttir munu taka þátt í samsýningu íslenskra og erlendra hönnuða á sýningunni Crossover eftir Adorno sem fram fer á London Design Fair, dagana 19. -22. september á Old Truman Brewery í London. Meira »

159 milljóna glæsihús við Vesturbrún

20.8. Við Vesturbrún í Reykjavík stendur afar heillandi 302 fm einbýli sem er sérlega vel innréttað. Falleg málverk og húsgögn prýða heimilið. Meira »

„Ég skil ekki hví hann hætti að drekka“

20.8. „Mig langar lítið að skipta mér af þessu hjá honum. En hann vill meina að ég sé partur af þessu öllu. Nú er ég í góðri vinnu og vil síður vera að merkja mér eitthvað svona.“ Meira »

Ert þú of lengi í sömu nærbuxunum?

20.8. Ert þú einn af þeim sem skiptir á hverjum degi eða gerir það bara jafnoft og þú þrífur klósettið þitt?  Meira »

Einstakur stíll Alicia Vikander

19.8. Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegu útliti. Hún er með lítið litað hár og alltaf með förðunina í lágmarki. Hún velur vandaðan fatnað með góðum sniðum. Meira »

Ertu kvíðinn og þunglyndur gæfusmiður?

19.8. „„ Hver er sinnar gæfu smiður?“ Var yfirskrift greinar sem ég skrifaði átján ára gömul í skólablað Menntaskólans á Akureyri. Frómt frá sagt glottu vinir mínir út í annað þegar drottningin af Góða dátanum, Malibúprinsessan Sjallans, bjórynjan af Kaffi Karólínu sendi frá sér þessa grein eins og hún hefði löngum starfað með Steina löggu í áfengiseftirlitinu og fundið upp foreldraröltið í kjölfarið og látið loka Dynheimum vegna óspekta. Meira »