Rekinn fyrir ummæli um konur og tækni

AFP

Bandaríska tæknifyrirtækið Google vék í gær starfsmanni úr starfi sem skrifaði í minnisblaði til annarra starfsmanna fyrirtækisins að kynjahallann í Kísildal megi rekja til þess hversu ólík kynin eru líffræðilega. Það útskýri hvers vegna svo fáar konur starfi í tæknigeiranum.

Google hefur ekki staðfest opinberlega að starfsmaðurinn hafi verið rekinn úr starfi en fregnin var eins og olía á eld umræðu um pólitískan rétttrúnað og að fyrirtækið væri að koma í veg fyrir málfrelsi starfsmanna. Í svari Google til AFP fréttastofunnar kemur fram að fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna.

Í tölvupósti til starfsmanna segist forstjóri Google, Sundar Pichai, styðja rétt starfsmanna til þess að tjá sig og að margt að því sem komi fram í minnisblaðinu sé eðlilegt að fjalla um. Aftur á móti séu atriði í minnisblaðinu sem brjóti gegn siðareglum fyrirtækisins og fari yfir mörk þess sem eðlilegt er og styðji við bakið á hættulegum klisjum um mismun kynjanna. 

Að segja að hluti af samstarfsmönnum okkar séu þannig að þeir séu verr til þess fallnir líffræðilega til þess að gegna því starfi sem þeir gegna en aðrir er ekki í lagi, segir Pichai í póstinum. Siðareglur Google feli í sér að útiloka áreitni, ógnanir, hlutdrægni og ólöglega mismunun hjá fyrirtækinu.

Pichai ver aftur á móti í tölvupóstinum rétt starfsmanna til þess að gagnrýna þjálfun starfsmanna hjá Google og hugmyndafræði vinnustaðarins. „Höfundurinn hefur rétt á að tjá sig um skoðanir sínar um þessi málefni,“ segir Pichai í tölvupósti til starfsmanna í gær.

Hér er hægt að lesa nánar um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...