Fimm í haldi vegna árásar

AFP

Tveir til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárásina í neðanjarðarlest í London í síðustu viku. Alls eru fimm í haldi lögreglu í tengslum við árásina. 30 manns særðust þegar sprengja sprakk í lestarklefa á Parsons Green lestarstöðinni.

Tvímenningarnir, 30 og 48 ára, voru handteknir af hryðjuverkadeild lögreglunnar í Newport í Wales í nótt. 25 ára gamall maður var handtekinn í sömu borg í gær. 

Í tilkynningu frá hryðjuverkadeild lögreglunnar í London kemur fram að rannsókninni miði vel áfram. Fimm hafi verið handteknir og leit standi yfir á fjórum stöðum. Dean Haydon, yfirmaður deildarinnar, segir að leitin muni taka nokkra daga.

Vígasamtökin Ríki íslams hafa lýst ábyrgð á árásinni á föstudaginn líkt og yfirleitt þegar árás er gerð í Evrópu.

Sprengju hafði verið komið fyrir í hvítri fötu í innkaupapoka í lestarvagni. Svo virðist sem sprengjan hafi ekki sprungið líkt og til stóð en mikill eldur kom upp í vagninum. Þeir sem slösuðust brenndust flestir en einhverjir meiddust í troðningum þegar fólk reyndi að forða sér. 

Um er að ræða fimmta hryðjuverkið í Bretlandi á hálfu ári en alls hafa 35 dáið í árásunum.

Starfsmaður Aladdins Fried Chicken var handtekinn á laugardaginn.
Starfsmaður Aladdins Fried Chicken var handtekinn á laugardaginn. AFP
mbl.is
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...