18 ára ákærður vegna sprengingarinnar í Lúndunum

Neðanjarðarlest við Parsons Green-lestarstöðina í Lundúnum.
Neðanjarðarlest við Parsons Green-lestarstöðina í Lundúnum. AFP

Átján ára maður hefur verið ákærður fyrir morðtilraun í tengslum við Parsons Green-árásina á föstudag, þegar 30 særðust þegar sprengja sprakk um borð í lest á District-leiðinni í Lundúnum.

Ahmed Hassan frá Sunbury í Surrey verður færður fyrir dómara í dag, þar sem hann verður ennig ákærður fyrir brot gegn lögum um sprengjuefni.

Þrír aðrir menn; 30, 25 og 17 ára, sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslam hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér.

Flestir sem slösuðust brenndust og þá urðu einhver meiðsl á fólki í troðninginum sem myndaðist í kjölfar árásarinnar.

Um var að ræða fimmta hryðjuverkið í Bretlandi á hálfu ári.

mbl.is
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...