Yfirgnæfandi líkur á eldgosi á Balí

Eldfjallið Agung, sem margir íbúar á Balí líta á sem ...
Eldfjallið Agung, sem margir íbúar á Balí líta á sem „hið heilaga fjall“. AFP

Yfirvöld í Indónesíu hafa lýst yfir hæsta mögulega viðbúnaðarstigi vegna yfirvofandi eldgoss í fjallinu Agung.

Yfir 75 þúsund íbúar í nágrenni fjallsins hafa verið fluttir á brott af heimilum sínum, en talan hefur hækkað ansi hratt síðustu daga.  

BBC hefur eftir upp­lýs­inga­full­trúa al­manna­varna á eyj­unni, Sutopo Purwo Nugroho, að eldfjallavirkni mælist sífellt meiri og yfir 560 minni skjálftar mældust í nágrenni fjallsins í gær. „Það eru yfirgnæfandi líkur á eldgosi, en ómögulegt er að segja til um hvenær fjallið muni gjósa,“ segir Nugroho.

Fólk er hvatt til að vera í að minnsta kosti 12 kíló­metra fjar­lægð frá fjall­inu, sem er staðsett í um 75 kíló­metra fjar­lægð frá ferðamannastaðnum Kuta. Viðbúnaður­inn hef­ur enn sem komið er ekki haft nein áhrif á helstu ferðamannastaði eða flug­sam­göng­ur við indó­nes­ísku eyj­una.

Balí hefur notið aukinna vinsælda sem viðkomustaður íslenskra ferðamanna á síðastliðnum árum og eru þó nokkrir Íslendingar staddir þar nú. Einn þeirra er Vilborg Halldórsdóttir fararstjóri, en hún segir fólk hins vegar taka lífinu með ró, enda sé það í öruggri fjarlægð frá fjallinu, enn sem komið er.

Yfir þúsund manns lét­ust þegar Mount Ag­ung gaus síðast árið 1963. Þegar fjallið gýs telja margir íbúar á Balí að guðirnir séu reiðir, en almennt er talað um Agung sem hið heilaga fjall og finna má fjölmargar bænastyttur á fjallinu.

Bænastyttur eru algeng sjón á eldfjallinu Agung. Þegar fjallið gýs ...
Bænastyttur eru algeng sjón á eldfjallinu Agung. Þegar fjallið gýs telja margir íbúar eyjunnar það tákna reiði guðanna. Ljósmynd/Vilborg Halldórsdóttir
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Von og bjargir, Grensásvegi 14 bakhús
Von og bjargir, góðgerðarsamtök hafa um árabil rekið nytjamarkað og er staðsett ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/9, 1/...
 
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...