ICAN hljóta friðarverðlaun Nóbels

Samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár …
Samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons ICAN). AFP

Samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons ICAN). Berit Reiss-Andersen, formaður nefndarinnar sem veitir friðarverðlaun Nóbels, kynnti niðurstöðu nefndarinnar í Ósló klukkan 9 að íslenskum tíma.

Friðarverðlaunin voru fyrst veitt árið 1901 og vekja jafnan umtal. Þau eru veitt í Ósló en ekki í Stokkhólmi eins og hin nóbelsverðlaunin.

122 ríki samþykktu sátt­mála um bann við kjarn­orku­vopn­um í júlí á sér­stakri ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna. Sátt­mál­inn get­ur leitt til laga­lega bind­andi alþjóðasamn­ings um bann við kjarn­orku­vopn­um. Stuðnings­menn þessa alþjóðlega sam­komu­lags von­ast til að það muni leiða til end­an­legr­ar út­rým­ing­ar á öll­um kjarn­orku­vopn­um.

Ísland styður ekki sam­komu­lagið

Sam­kvæmt vef ICANSam­taka um alþjóðlega her­ferð til af­náms kjarna­vopna, styður Ísland ekki laga­lega bind­andi alþjóðasamn­ing um bann við kjarn­orku­vopn­um. Í árs­lok 2016 greiddi Ísland at­kvæði gegn því að hefja skuli und­ir­bún­ing og gerð á samn­ingn­um, sem nú hef­ur litið dags­ins ljós. Á vefn­um seg­ir að Ísland haldi fram að banda­rísk kjarna­vopn séu nauðsyn­leg fyr­ir ör­yggi lands­ins.

Öll rík­in sem eiga kjarna­vopn og önn­ur ríki, sem annaðhvort falla und­ir vernd þeirra eða geyma kjarna­vopn inn­an sinna landa­mæra, tóku ekki þátt í viðræðunum. Banda­rík­in leiddu gagn­rýn­ina á sam­komu­lagið og bentu meðal ann­ars á kjarn­orku­vopn Norður-Kór­eu sem eina af ástæðum þess að halda í eig­in vopn. Bret­land fór ekki í viðræður þrátt fyr­ir kröf­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar til stuðnings marg­hliða af­vopn­un.

Frétt mbl.is: Samningur um bann við kjarnavopnum samþykktur hjá SÞ

mbl.is