Frá lífstíðardómi til sýknu

Nupur Talwar á leið inn í réttarsalinn árið 2013.
Nupur Talwar á leið inn í réttarsalinn árið 2013. AFP

Indversk hjón, sem voru dæmd í lífstíðarfangelsi árið 2013  fyrir að hafa myrt 14 ára gamla dóttur sína og nepalskan þjón á heimilinu árið 2008, voru sýknuð af áfrýjunardómstól í dag. 

Hjónin, Rajesh og Nupur Talwar, voru strax grunuð um að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar, Aarushi Talwar og þjóninum Hemraj Banjade eftir að lík þeirra fundust á heimilinu í maí 2008. 

Aar­us­hi Talw­ar fannst myrt í her­bergi sínu 16. maí 2008 og dag­inn eft­ir fannst lík Hemraj á þaki húss­ins. Þau höfðu bæði verið skor­in á háls. Þegar dómur var kveðinn upp árið 2013 var tvennt í boði - lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. 

Áfrýnjunardómstóll í Allahabad komst að þeirri niðurstöðu í morgun að þau hafi ekki framið morðin og að láta ætti þau strax laus úr fangelsi en þau hafa setið í fangelsi frá árinu 2008. Ástæða sýknunnar er skortur á sönnunargögnum og þau sem sakfelling byggði á hélt vart vatni.

Rannsóknarlögreglunni hafi einfaldlega mistekist að sanna með óyggjandi hætti að þau hafi myrt dóttur sína og þjón. Ekki er vitað hvort niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar af ákæruvaldinu.

„Ef ákæruvaldið ákveður að áfrýja verður það bardagi sem við munum taka þátt í að berajast. En ég vona að svo verði ekki. Við þurfum að gera okkur grein fyrir þeim hörmungum sem kerfið og samfélagið hefur kostað foreldrana,“ segir Aditya Wadhwa, einn lögmanna hjónanna.

Meðal þess sem var gagnrýnt við réttarhöldin var að þau hafi verið dæmd á líkum þrátt fyrir að helstu niðurstöður réttarmeinarannsóknarinnar hafi týnst við rannsókn málsins. 

Rajesh Talwar hefur líkt og eiginkona hans setið á bak ...
Rajesh Talwar hefur líkt og eiginkona hans setið á bak við lás og slá árum saman. AFP

Fer­ill máls­ins sam­kvæmt BBC

Þann 18. maí 2008 greindi lög­regl­an frá því að morðingjarn­ir tengd­ust vænt­an­lega fjöl­skyld­unni og væru með þekk­ingu á skurðaðgerðum.

23. maí 2008 var Raj­esh Talw­ar hand­tek­inn fyr­ir morðið á dótt­ur sinni Aar­us­hi og þjón­in­um Hemraj.

31. maí 2008 tók rík­is­lög­reglu­stjóri (CBI) við rann­sókn máls­ins.

13. júní var Kris­hna, fé­lagi Raj­esh Talw­ar hand­tek­inn af CBI. Tíu dög­um síðar var Raj Kumar, sem starfaði hjá lækni sem var vin­ur Talw­ars fjöl­skyld­unn­ar og Vijay Man­dal þjónn hjá ná­grönn­um fjöl­skyld­unn­ar einnig hand­tek­inn.

12. júlí var Raj­esh lát­inn laus gegn trygg­ingu eft­ir að CBI tekst ekki að leggja fram sann­an­ir gegn hon­um.

5. janú­ar 2010 ósk­ar CBI eft­ir dóms­úrsk­urði um að senda Talw­ar hjón­in í lyfja­próf.

29. des­em­ber 2010 legg­ur CBI fram skýrslu þar sem mál­inu er lokað. Sam­kvæmt skýrsl­unni er það niðurstaða CBI að Raj­esh væri sek­ur en ekki væru næg­ar sann­an­ir gegn hon­um. 

25. janú­ar 2011 er ráðist á Raj­esh Talw­ar með kjötexi fyr­ir utan dóms­húsið í Ghazia­bad og hann særður djúp­um sár­um. 

9. fe­brú­ar 2011 hafnaði sér­stak­ur dóm­ur í Ghazia­bad loka­skýrslu CBI og fyr­ir­skip­ar að Raj­esh og Nup­ur Taw­ar verði ákærð fyr­ir morðið á Aar­us­hi. Eins eru þau sökuð um að hafa spillt sönn­un­ar­gögn­um.

14. mars 2012 er farið fram á að lausn Raj­esh Talw­ars gegn trygg­ingu verði aft­ur­kölluð.

30. apar­íl 2012 er Nup­ur Talw­ar hand­tek­in.

3. maí er beiðni Nup­ur Talw­ar um lausn gegn tygg­ingu hafnað.

25. maí 2012 eru Raj­esh og  Nup­ur Talw­ar ákærð fyr­ir morðin, að hafa spillt sönn­un­ar­gögn­um og sam­særi.

25. sept­em­ber er Nup­ur Talw­ar lát­in laus gegn trygg­ingu sam­kvæmt dómi hæsta­rétt­ar.

20. apríl 2013 grein­ir sak­sókn­ari CBI frá því fyr­ir dómi að Talw­ar hjón­in hafi myrt Aar­us­hi og Hemraj. Eins að þau hafi sést í vafa­söm­um stell­ing­um.

3. maí fer vörn­in fram á að fjórt­an manns, þar á meðal yf­ir­maður CBI, verði kölluð fyr­ir rétt­inn sem vitni. CBI leggst gegn beiðninni.

6. maí er beiðni Talw­ars hafnað um að vitn­in verði leidd fyr­ir dóm­ara.

18. októ­ber 2013 flytja sækj­end­ur CBI loka­skýrslu þar sem meðal ann­ars kem­ur fram að Talw­ars hjón­in hafi leitt rann­sókn­ina á villi­göt­ur.

12. nóv­em­ber 2013 til­kynnt um að dóm­ur verði kveðinn upp þann 25. nóv­em­ber.

25. nóv­em­ber 2013  eru Talw­ar hjón­in dæmd sek um tvö­falt morð.

2. október 2017 sýknar áfrýjunardómstóll í Allahabad Talwar hjónin og þau látin laus.

Lík stúlkunnar fannst í herbergi hennar sem er við hlið herbergi foreldranna. Þau sögu lögreglu að þau hafi verið sofandi í sínu herbergi þegar hún var myrt. Saksóknari hélt því hins vegar fram að Talwar-hjónin hafi myrt dóttur sína í bræðikasti eftir að hafa komið að henni í rúminu með Hemraj.

Saksóknarar sögðu einnig að miðað við áverkana á líkunum hafi verið augljóst að sá sem framdi verknaðinn hafi haft læknisfræðilega þekkingu en hjónin eru tannlæknar. Eins hafi þau bæði verið slegin með golfkylfu sem fannst falin á heimilinu. 

Lögmenn hjónanna yfirgefa réttarsalinn í Allahabad í morgun.
Lögmenn hjónanna yfirgefa réttarsalinn í Allahabad í morgun. AFP
mbl.is
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...