Vinirnir Trump og Duterte

Rodrigo Duterte og Donald Trump.
Rodrigo Duterte og Donald Trump. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann og forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, ættu í frábærum samskiptum en þeir sitja ásamt 18 þjóðarleiðtogum tveggja daga ráðstefnu í höfuðborg Filippseyja, Manila. Afar vel fór á með þeim félögum þar sem þeir göntuðust saman í dag.

Duterte hefur ekki farið leynt með að hann hafi sjálfur tekið þátt í stríðinu gegn fíkniefnum en helsta baráttutækið er að drepa fólk sem talið er tengjast eiturlyfjum. Hvort heldur sem neytendur eða seljendur.

Mótmæli í Manila.
Mótmæli í Manila. AFP

Filippseyjar eru síðasti áfanginn í ferðalagi Trump um Asíu þar sem hann hefur mjög komið á framfæri skoðunum sínum á Norður-Kóreu og leiðtoga landsins.

Mannréttindasamtök hafa hvatt Trump til þess að ljúka ferðalaginu um Asíu með kröftugum yfirlýsingum gegn fíkniefnastríði Duterte sem hefur kostað þúsundir lífið. 

En fátt bendir til þess að Trump gagnrýni starfsbróður sinn harkalega þar sem afar kært virðist vera á milli Trump og Duterte. Bæði í gærkvöldi og í morgun hafa þeir átt gott spjall og njóta greinilega félagsskapar hvor annars. 

„Við náum frábærlega saman. Þetta hefur verið mjög árangursríkt,“ sagði Trump um Duterte í stuttu ávarpi eftir fund þeirra. Hann hrósaði Duterte fyrir skipulagningu ráðstefnunnar og að hann njóti þess til hins ýtrasta að vera þarna. 

Þegar fjölmiðlafólk var beðið um að yfirgefa herbergið spurði einn blaðamaður Trump hvort hann myndi ræða mannréttindamál við Duterte en hvorugur þeirra svaraði spurningunni. 

Talsmaður Duterte sagði síðar að Trump hafi ekki minnst einu orði á mannréttindi á 40 mínútna löngum fundi þeirra félaga.

Eitt helsta kosningamál Duterte var að leggja mikla áherslu á baráttuna gegn fíkniefnum kæmist hann til valda. Talið er að 100 þúsund manns hafi orðið fíkniefnum að bráð á Filippseyjum. Frá því Duterte tók við embætti forseta í júní í fyrra hefur lögreglan drepið tæplega fjögur þúsund manns í aðgerðum tengdum fíkniefnum. Um 2.300 hafa síðan verið myrtir í glæpum tengdum fíkniefnum. Þúsundir morða eru óleyst í landinu. 

Donald Trump og Rodrigo Duterte.
Donald Trump og Rodrigo Duterte. AFP
mbl.is
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...