Virtur stjórnandi sakaður um ofbeldi

Metropolitan-óperan í New York hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislegt ofbeldi af hendi James Levine fyrrverandi stjórnanda óperunnar. Levine, sem er 74 ára, var hljómsveitarstjóri í 40 ár áður en hann lét af störfum vegna heilsubrests. BBC greinir frá. 

Ásakanirnar byggja á frásögn manns sem sakar Levine um að hafa misnotað sig um árabil. Misnotkunin hófst árið 1985 þegar hann var 15 ára og Levine var 41 árs og þetta hafi staðið yfir til ársins 1993. Hann hafi farið með málið til lögreglunnar. New York times greinir frá þessu. 

Þar kemur jafnframt fram að óperan hafi vitað af þessari ásökunum frá því í fyrra. Levine hafi hafnað þessu og óperan hafi ekki heyrt neitt frekar frá lögreglunni um rannsókn málsins.    

Málið kemur upp í kjölfar holskeiflu af ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu virtra einstaklinga innan skemmtanaiðanaðarins.  

Í Twitter-færslu óperunnar segist hún taka ábyrgð á málinu og hafi hafið rannsókn. 

James Levine fyrrum hljómsveitarstjóri Metropolitan óperunnar í New York.
James Levine fyrrum hljómsveitarstjóri Metropolitan óperunnar í New York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert