Segja aldursrannsóknir óáreiðanlegar

Flóttamönnum sem leita skjóls í Þýskalandi fækkaði verulega milli áranna …
Flóttamönnum sem leita skjóls í Þýskalandi fækkaði verulega milli áranna 2016 og 2017. AFP

Þýskir læknar leggjast gegn tillögum um að ungir hælisleitendur verði skyldaðir til að gangast undir læknisskoðun sem á að skera úr um aldur þeirra. Þýska læknafélagið (Bundesärztekammer) segir slíkt ósiðlegt og að auki óáreiðanlegt.

Hópur stjórnmálamanna hefur kallað eftir því að hælisleitendur verði skyldaðir til að fara í læknisskoðanir til að tryggja að ungir hælisleitendur séu ekki að ljúga til um aldur til að komast hjá því að vera vísað úr landi. 

Í frétt BBC segir að krafan komi í kjölfar þess að fimmtán ára stúlka var stungin til bana yfir utan verslun í Kandel í suðvesturhluta Þýskalands í síðustu viku. Afganskur hælisleitandi, sem sagðist vera fimmtán ára, er sakaður um árásina. Faðir stúlkunnar segir piltinn hafa ráðist á hana eftir að hún sleit sambandi þeirra. Hann segist hins vegar efast um að pilturinn sé raunverulega fimmtán ára líkt og dóttir hans. Kallaði hann því eftir því að gengið væri úr skugga um aldur hælisleitenda í landinu.

Stjórnmálamenn hafa því sumir hverjir tekið undir þetta og vilja að sé einhver vafi um aldur hælisleitenda séu  þeir látnir gangast undir læknisskoðun, m.a. röntgen myndatöku á hönd eða mati á tönnum.

„Ég vill að allir sem koma til landsins okkar og segjast vera unglingar fari í læknisskoðun þar sem aldur þeirra verður greindur,“ segir Joachim Herrmann, innanríkisráðherra CSU, systurflokks Krist­legra demóm­krata, í Bæj­aralandi. 

En Frank Ulrich Montgomery, forseti þýska læknafélagsins, hefur miklar efasemdir um slíkar rannsóknir. Hann segir þær flóknar, kostnaðarsamar og að auki mjög óáreiðanlegar. 

Ítarleg frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert