Ísraelar reka á brott fólk frá Afríku

Stjórnvöld í Ísrael hrintu í framkvæmd í dag áætlun um að reka burt tugi þúsunda manns frá Afríku. Fólkinu er gert að hverfa á brott fyrir apríl á þessu ári og þau sem gera það ekki eiga hættu á að verða handtekin.

Samkvæmt áætluninni hafa um 38.000 manns sem komið hafi til Ísrael eftir ólöglegum leiðum út mars til þess að yfirgefa landið. Fólkið sem um ræðir kemur aðallega frá Eritreu og Súdan. Þar sem ekki telst öruggt fyrir fólkið að snúa til síns heima, en ástandið telst hættulegt í báðum löndum, hafa stjórnvöld í Ísrael samið við Rúanda og Úganda að taka við fólkinu.

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á fundinum í Jerúsalem í dag ...
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á fundinum í Jerúsalem í dag þar sem áætlunin var sett í framkvæmd. AFP

Á skjön við lög

Þau sem rekin verða burt fá flugmiða og 3.500 bandaríkjadollara hvert frá Ísrael. Sú upphæðin mun hins vegar lækka eftir að fresturinn sem fólkinu er gefinn rennur út. Áætlunin hefur verið gagnrýnd af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem segir hana á skjön við alþjóðalög og ísraelsk lög.

Börn, eldra fólk og fórnarlömb þrælahalds og mansals eru undanþegin ákvörðuninni sem stendur. Fjöldi þeirra sem ákvörðunin nær til segjast hafa flúið átök og ofsóknir í heimalandinu en stjórnvöld í Ísrael líta svo á sem þau hafi flúið efnahagslegar aðstæður.

Eritreukonur og -börn í Tel Aviv. Fjöldi þeirra sem áætlunin ...
Eritreukonur og -börn í Tel Aviv. Fjöldi þeirra sem áætlunin snertir koma frá Eritreu og Súdan. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Falleg 5herb. 140m2 íb. 221 Hafnarfirði.
Falleg 5 herb. íb. (4svh.) í lyftublokk á Völlunum í Hafnarf. Skápar í öllum hb....
Mitsub pajeró 3,2 D 2001 til sölu
kemur á götuna 29 des 2001 ekinn aðeins 209.000 km 2 eigendur. bíl í fínu stand...
NUDD LÁTTU ÞER LÍÐA VEL.
Verð fjarverandi fram i mars. Set inn auglysingu þegar eg kem til vinnu aft...