Fundu níu sundurlimuð lík

Líkin fundust sundurlimið í pallbíl um miðnætti í gær.
Líkin fundust sundurlimið í pallbíl um miðnætti í gær. AFP

Lögregluyfirvöld í Mexíkó fundu níu sundurlimuð lík í yfirgefnum pallbíl um miðnætti í gær. Átti líkfundurinn sér stað í bæjarfélaginu Xalapa í Veracruz, sem er það ríki þar sem hvað mest ofbeldi viðgengst. AFP-fréttastofan greinir frá.

Lögreglan fékk ábendingu sem leiddi til líkfundarins, en fyrir utan líkin fundust einnig tvenn skilaboð sem innihéldu ógnandi hótanir.

Fundurinn í gær kom í kjölfar þess að lögregla fann fjögur mannshöfuð á húddi bíls í öðru bæjarfélagi í ríkinu á föstudag.

Alda ofbeldis hefur skekið ríkið vegna deilna þrennra glæpasamtaka sem stjórna stórum eiturlyfjahringjum.

Síðastliðið ár var það ofbeldisfyllsta í Mexíkó í tvo áratugi, en samkvæmt opinberum tölum var 23.101 morð framið frá janúar 2017 og fram í nóvember. Talan gæti þó verið enn hærri, þar sem ekki eru öll morð skráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert