Öllu flugi um Schiphol aflýst

AFP

Hollensk yfirvöld hafa aflýst öllum flugferðum um Schiphol flugvöll í Amsterdam vegna vonskuveðurs. Eins hafa lestir hætt að ganga en vindhraðinn mælist rúmlega 40 metrar á sekúndu víða í Hollandi.

Ekki hefur verið upplýst um hvenær byrjað verður að fljúga um Schiphol að nýju en bæði WOW air og Icelandair fljúga þaðan í dag.

Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar á vél Icelandair að lenda klukkan 15:34 í stað 15:10 og áætlað er að vél WOW air seinkit töluvert og lendi klukkan 16:30 í stað 14.

Lögreglan hefur lokað miðborg Almere vegna veðurofsans en borgin er rétt austan við Amsterdam. Lögregla biður fólk um að halda sig heima við vegna veðurhamsins.Hollendingar hafa verið duglegir að birta færslur á samfélagsmiðlum þar sem tré hafa rifnað upp með rótum og bílar tekist á loft. Fjölmörg tré hafa fallið á járnbrautateina og er það ein ástæðan fyrir því að hlé hefur verið gert á áætlunum þeirra.

 BBC



AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert