Velkomin í „Fíklaland“

Porte de Chapelle-lestarstöðin í París.
Porte de Chapelle-lestarstöðin í París. Wikipedia/Hegor

Ökumenn neðanjarðarlesta í París eru margir búnir að fá sig fullsadda af eiturlyfjasölum og fíklum á ákveðnum brautarstöðvum borgarinnar, einkum línu 4 og 12. Segja þeir vandann vaxa ár frá ári.

Haft er eftir þeim að staðan sé verst í austurhluta borgarinnar og fíknivandanum fylgi mikið ofbeldi. Er svo komið að stundum stöðva þeir ekki á ákveðnum brautarstöðvum til varnar farþegum sem og sér sjálfum.

Eric Chaplain, ökumaður hjá Paris Metro, segir í samtali við LCI að eiturlyfjavandi á leið línu 12 hafi lengi verið til staðar, einkum á Porte de la Chapelle-brautarstöðinni. Þar hafi eiturlyfjafíklar alltaf verið áberandi en áður hafi ríkt ákveðin virðing á milli starfsmanna lestanna, RATP, og þeirra.

Fíklarnir gerðu sér grein fyrir því að þeir væru að nýta sér brautarstöðvar RATP og á sama tíma þyrftu þeir að ganga sómasamlega um til þess að fá að vera óáreittir. En undanfarna mánuði hefur staðan versnað mjög til muna.

Fyrir átján mánuðum hafi farið að síga á ógæfuhliðina. Tekur hann sem dæmi að í fyrra hafi rafmagni slegið út eða tafir orðið á lestarferðum í 850 skipti vegna fíkla sem voru að fara yfir lestarteinana, þeir að eiga viðskipti við fíkniefnasala eða tekið í neyðarhemilinn til að auðvelda fíkniefnaviðskipti á teinunum.

Undanfarna þrjá mánuði hefur ítrekað þurft að kalla til lögreglu vegna ástandsins og atvika sem upp hafa komið milli fíkniefnasala og/eða fíkla og starfsmanna neðanjarðarlestakerfis Parísarborgar.

Á hverjum degi má sjá sjö til átta eiturlyfjafíkla neyta krakk-kókaíns eða heróíns á lestarstöðinni Marx Dormoy (brautarstöð á línu 12), segir hann og bætir við að þeir sprauti sig óhikað fyrir framan starfsmenn og farþega.

Marx Dormoy-lestarstöðin í París.
Marx Dormoy-lestarstöðin í París. Wikipedia/Gilles Klein

Chaplain segir lestarstjórana vera búna að fá sig fullsadda af þessu ástandi því ekki sé nóg með að fíklarnir og fíkniefnasalarnir láti fúkyrðaflauminn flæði yfir gesti og gangandi heldur séu fíklarnir óþolandi aðgangsharðir betlarar.

„Um leið og þeir vakna þurfa þeir skammtinn sinn og reyna að verða sér út um dóp strax. Því hefst leitin strax og endar oft með slagsmálum milli fíkla í lestunum og alls staðar. Þar er Stanley-hnífum beitt eða skrúfjárnum,“ segir Chaplain.

Á sama tíma og eiturlyfjasalarnir hreiðra um sig á lestarstöðvum nær miðborginni – einkum á Madeleine og St Lazare (lína 12 stöðvar meðal annars þar) halda fíklarnir sig utar eða á lestarstöðvum eins og Marx Dormoy, Porte de la Chapelle og Marcadet-Poissonniers, segir hann.

Að kvöld- og næturlagi gengur svæðið undir nafninu „Fíklaland“ meðal lestarstjóranna sem gefi til kynna hversu alvarlegt vandamálið er. Stéttarfélag þeirra varar við hættunni sem fylgir ferðalögum á þessar brautarstöðvar og þeir stöðvi einfaldlega ekki alltaf þar ef ástandið er slæmt. 

Frétt RTL

Frétt LCI

mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...