Fimm látnir eftir þyrluslys

Fimm eru látnir eftir að tvær herþyrlur skullu saman á flugi við Carces-vatn, rétt norðan við St. Tropez í Suður-Frakklandi nú í morgun. Leitað er að sjötta einstaklingnum sem var um borð í annarri þyrlunni. BBC greinir frá.

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að þyrlurnar skullu saman, en báðar þyrlurnar tilheyra flugskólanum Ealat sem franski herinn starfrækir. Þar fá þyrluflugmenn þjálfun áður en þeir gegna herþjónustu.

Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert