Kim býður forseta Suður-Kóreu á fund

Það var systir Kim sem kom boðinu til skila.
Það var systir Kim sem kom boðinu til skila. AFP

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur boðið forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, til fundar við sig í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, við fyrsta tækifæri. Það var systir Kim, sem nú er stödd á Vetrarólympíuleikunum í Seúl, sem kom boðinu til forsetans. AFP-fréttastofan greinir frá.

Verði af þessum fundi leiðtoga Kóreuríkjanna yrði hann sá þriðji frá því faðir Kim, Kim Jong Il, hitti fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, Roh Moo-hyun, á árunum 2000 og 2007, en báðir fundirnir áttu sér stað í Pyongyang.

Moon hitti Kim Yo Jang, systir Kim, og annan embættismann Norður-Kóreu, í hádegismat og spjall fyrr í dag. „Hún afhenti forsetanum sérstakt bréf frá bróður sínum og sagði þau vilja bæta samskipti ríkjanna,“ sagði talsmaður Moon. Mun hún einnig hafa ítrekað boðið munnlega.

Moon hefur lengi talað fyrir því leiðtogar Kóreuríkjanna setjist niður og ræði saman um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, en hann samþykkti boðið þó ekki strax. Talaði hann um að skapa þyrfti réttar aðstæður fyrir slíka heimsókn. Þá hvatti hann Norður-Kóreu til að eiga samtal við Bandaríkjamenn. „Það er mjög mikilvægt að leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna setjist niður og ræði málin sem fyrst,“ mun forsetinn hafa sagt. En

Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Norður-Kórea sýni vilja til að draga úr kjarnorkutilraunum sínum áður en einhverjar viðræður fara fram, en yfirvöld í Pyongyang segjast ekki ætla að gera það.

mbl.is
Húsgögn til sölu
Hillusamstæða til sölu 2 glerskápar 3 einigar sýrð eyk. /ódýrt---...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...