Vanessa Trump flutt á sjúkrahús

Vanessa Trump og Donald Trump Jr ásamt börnum sínum fimm.
Vanessa Trump og Donald Trump Jr ásamt börnum sínum fimm. Ljósmynd/Twitter

Vanessa Trump, tengdadóttir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, var flutt á sjúkrahús í dag eftir að hafa opnað umslag sem innihélt hvítt duft.

Bréfið var stílað á Donald Trump yngri, elsta son Trumps, og barst á heimili hjónanna á Manhattan.

Vanessa var flutt á sjúkrahús ásamt tveimur öðrum þar sem ástand þeirra var metið. Leyniþjónusta Bandaríkjanna er með atvikið til athugunar og herma heimildir BBC að tengdadóttur forsetans hafi ekki orðið meint af duftinu.

Trump yngri afþakkaði vernd leyniþjónustunnar í september fyrir sig, eiginkonu sína og fimm börn þeirra. Verndinni var hins vegar komið aftur á viku seinna.

mbl.is
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...