Skólastúlkur flúðu árás Boko Haram

BBC hefur eftir vitnum að vígamennirnir hefðu í gærkvöldi komið …
BBC hefur eftir vitnum að vígamennirnir hefðu í gærkvöldi komið á pallbílum til bæjarins Dapchi, þar sem þeir hefðu skotið af byssum sínum og sprengt sprengjur. Kort/Google

Skólastúlkur í heimavistarskóla í norðausturhluta Nígeríu náðu í gær að flýja árás vígamanna Boko Haram ásamt kennurum sínum.

BBC hefur eftir vitnum að vígamennirnir hefðu í gærkvöldi komið á pallbílum til bæjarins Dapchi, þar sem þeir hefðu skotið af byssum sínum og sprengt sprengjur. Hávaðinn hafi vakið athygli starfsfólks skólans sem náði fyrir vikið að flýja ásamt nemendunum.

Segja íbúar og varnarlið bæjarins að þeir telji vígamennina hafa ætlað að að ræna stúlkunum. Þegar þeir gripu í tómt í skólanum, rændu þeir hins vegar þeim lausamunum sem þar var að finna.

Það var í apríl 2014 sem vígamenn Boko Haram rændu rúmlega 270 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í norðausturhluta Nígeríu og var höfuðpaur þeirrar árásar í síðustu viku dæmdur í 30 ára fangelsi. Ekki hefur hins vegar enn tekist að hafa uppi af öllum stúlkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert