Angela Merkel endurkjörin

Angela Merkel tekur við árnaðaróskum á þinginu eftir endurkjörið.
Angela Merkel tekur við árnaðaróskum á þinginu eftir endurkjörið. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið endurkjörin af þýska þinginu til fjórða kjörtímabils síns.

Alls greiddu 364 þingmenn atkvæði með endurkjörinu en 315 á móti. Níu sátu hjá.

Merkel verður formlega endurkjörin kanslari þegar hún sver embættiseið klukkan 11.

Merkel hef­ur verið kansl­ari Þýska­lands í tólf ár. Þing­kosn­ing­ar fóru fram í land­inu í lok sept­em­ber en ekki tókst að mynda nýja stjórn fyrr en á dög­un­um.

Angela Merkel á þýska þinginu í morgun.
Angela Merkel á þýska þinginu í morgun. AFP
mbl.is
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...