„Þessu lýkur núna!“

Tugir þúsunda hafa þegar komið saman á götum bandarískra borga vegna fjöldafunda sem haldin eru vítt og breitt um landið í dag til að kalla eftir hertari byssulöggjöf. Skipuleggjendur mótmælanna búast við að slíkir fundir verði haldnir á rúmlega 800 stöðum í landinu, sem og víða utan Bandaríkjanna m.a. á Íslandi.

Fundirnir eru haldnir undir yfirskriftinni March for Our Lives og tengjast hópi ung­menna sem hafa bar­ist fyr­ir hertri lög­gjöf í kjöl­far fjölda­morðsins sem var framið í skóla í Park­land í Flórída í síðasta mánuði. Þar féllu 17 fyr­ir hendi bys­su­manns. 

Eldmóður þátttakenda í Washington sem margir báru skilti m.a. með orðunum „Aldrei aftur“ varði þá fyrir köldu veðri.   Washington Post segir skipuleggjendur mótmælanna í Washington búast við að allt að hálf milljón manna muni taka þátt í  fjöldafundinum við þinghúsið.

Þátttakendur í March for Our Lives fjöldafundinum í Washington. Búist …
Þátttakendur í March for Our Lives fjöldafundinum í Washington. Búist er við að allt að hálf milljón manna taki þátt í fundinum við þinghúsið. AFP

„Standið upp yfir okkur eða varið ykkur á því að hér koma kjósendurnir,“ sagði Cameron Kasky, einn nemenda Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólans við þátttakendur í Washington. „Við ætlumað gera þetta að kosningamáli. Við ætlum að ræða þetta fyrir hverjar kosningar, í hverju ríki og hverri borg,“ sagði David Hogg annar nemdandi skólans. „Við getum og ætlum að breyta heiminum!“ 

Tugir þúsunda hafa þegar streymt út á göturnar í New …
Tugir þúsunda hafa þegar streymt út á göturnar í New York, margir þeirra námsmenn. AFP

Í New York stefna fundarmenn á Central Park og eru margir þeirra klæddir appelsínugulu, sem er opinber litur samtaka í borginni sem berjast fyrir hertri byssulöggjöf að því er New York Times greinir frá. Þar minntust þátttakendur fórnarlamba árásarmannsins, hins 19 ára gamla Nikolas Cruz, með þögn.

Í Parkland í Flórída, skammt frá skotárásinni á framhaldsskólann kyrjuðu mótmælendur „Nú er komið nóg“. Á skiltum þátttakenda í Fort Lauderdale, einu úthverfa Parkland, heldur fólk á lofti slagorðum á borð við „Er ég næst?“ og „Þingið = Morðingjar“. 

„Því miður gæti þetta líka gerst í ykkar bæ eða borg,“ sagði Adam Buchwald, einn þeirra sem lifði af árásina á Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólann, við fundargesti í Fort Lauderdale. „Þessu lýkur núna!“ bætti hann við og uppskar mikil fagnaðarlæti.

Þátttakendur í fjöldafundinum í New York. Slíkir fundir verða haldnir …
Þátttakendur í fjöldafundinum í New York. Slíkir fundir verða haldnir á yfir 800 stöðum í Bandaríkjunum, sem og víðar um heim m.a. á Íslandi. AFP

Ætla fundargestir að hvetja þingmenn til að berjast gegn byssuofbeldi og höggva þannig á þann hnút sem lengi hefur hindrað að frumvörp um herta byssulöggjöf komist í gegnum þingið.

„Ég vil ekki að nokkurt barn verði bara talið til tölfræðilegrar stærðar,“ sagði hinn 18 ára gamli háskólanemi Ashley Schlaeger við Washington Post, en hann ók frá Ohio til Washington ásamt vinum til að taka þátt í fjöldafundinum.

New York Times segir andstæðinga fjöldafundarins þá einnig tekna að safnast saman og í Salt Lake City bera mótmælendur fjöldafundanna byssur og fána. „Hvað getum við gert til að stöðva fjölda árásir? SKJÓTA TIL BAKA“ var meðal skilaboðanna á skiltum þar í borg.

David Hogg, einn þeirra sem lifði af skotárásina á Marjory …
David Hogg, einn þeirra sem lifði af skotárásina á Marjory Stoneman Douglas High School framhaldsskólann, ávarpar hér fundargesti í Washington. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert