Nikolas Cruz játar sök í skotárás

Nikolas Cruz hefur játað sök í skotárásarmáli frá árinu 2018, …
Nikolas Cruz hefur játað sök í skotárásarmáli frá árinu 2018, í framhaldskólanum í Parkland í Florida. AFP

Hinn 23 ára Nikolas Cruz hefur játað sök vegna skotárásar í framhaldsskóla í Parkland í Flórída árið 2018, sem varð 17 manns að bana. Þetta staðfesti lögmaður Cruz fyrir rétti í dag.

Cruz var nítján ára þegar árásin var gerð. Hann hleypti skotum af AR-15 riffli í skólanum þar sem hann var eitt sinn nemandi en á meðal látinna voru nemendur og kennarar við skólann.

Skotárásin er önnur mannskæðasta skotárás sem orðið hefur í bandarískum skóla, á eftir skotárásinni í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í Connecticut árið 2012, þar sem 26 manns létust.

Cruz er ákærður fyrir að hafa myrt 17 einstaklinga og tilraun til manndráps á 17 einstaklingum sem særðust í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert