Gerðu röð mistaka í Parkland

Sautján létust í árásinni sem átti sér stað 14. febrúar.
Sautján létust í árásinni sem átti sér stað 14. febrúar. AFP

Áður óbirt myndskeið frá því þegar fjöldamorð var framið í framhaldsskóla í Parkland í Flórída fyrr á þessu ári sýnir að yfirvöld voru alveg óviðbúin slíkri árás. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttamanna South Florida Sun Sentinel, sem stóð yfir í 10 mánuði.

Myndefnið, sem kemur úr eftirlitsmyndavélum skólans, Marjory Stoneman Douglas High School, var birt í gær. Það sýnir „58 mínútur af glundroða“ segir í umfjöllun Sun Sentinel.

Sautján létust í árásinni 14. febrúar, þar á meðal 14 nemendur. 

„Byssumaður vopnaður AR-15 [hálfsjálfvirkum riffli] skaut byssukúlum, en röð mistaka, lélegrar stefnumótunar, vafasamrar þjálfunar og skortur á forystu leiddu til þess að honum tókst ætlunarverk sitt,“ segir í umfjöllun Sun Sentinel, sem notaði myndefnið og opinberar skýrslur til að endurskapa það sem gerðist.

Sun Sentinel hefur birt ítarlega fréttaskýringu um árásina sem átti ...
Sun Sentinel hefur birt ítarlega fréttaskýringu um árásina sem átti sér stað í Parkland fyrr á þessu ári. Mynd/Af vef Sun Sentinel

Fram kemur á vef BBC, að 1. janúar muni bráðabirgðaniðurstaða opinberrar rannsóknar á árásinni verða afhent yfirvöldum í Flórída. 

Fyrr í þessum mánuði voru drög, sem öryggisnefnd skólans gerði, gerð opinber. 

Í umfjöllun Sun Sentinel er farið yfir myndefnið, mínútu frá mínútu. Árásin er ein sú mannskæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna. Víða í landinu brutust út mikil mótmæli auk þess sem nemendur gengu út úr skólum eftir að hafa gert athugasemdir við öryggi nemenda og starfsfólks í skólum landsins. 

Nikolas Cruz (í miðið) var handtekinn og ákærður vegna árásarinnar.
Nikolas Cruz (í miðið) var handtekinn og ákærður vegna árásarinnar. AFP

Nikolas Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, var ákærður vegna árásarinnar. 

Í umfjöllun Sun Sentinel kemur fram, að þrátt fyrir að Cruz hafi komist inn í skólabyggingu með rifflatösku, þá hafi nokkrum starfsmönnum mistekist að lýsa yfir neyðarástandi (e. code red) sem hefði leitt til þess að byggingunni hefði verið lokað. 

Þess í stað fór brunavarnarkerfið í gang sem leiddi til þess að hluti af nemendunum yfirgáfu skólastofurnar og tóku sumir stefnuna þangað sem byssumaðurinn var staddur.


 

Yfirvöld segja að Cruz hafi skotið 11 til bana á jarðhæð skólans og sex til viðbótar á þriðju hæðinni. Þau segja enn fremur að nemendurnir sem voru á þriðju hæðinni hafi látið lífið fyrir utan skólastofurnar, á ganginum eða stigagangi hússins.

Einn nemandi, Joaquin Oliver, lést fyrir utan salerni sem hafði verið læst, en það hafði verið gert að því er virðist til að nemendur hafi getað farið inn á salernið til að reykja svokallaðar rafrettur (e. electric cigarettes, e-cigarettes, á íslensku af dregin athöfnin vaping).

Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólinn í Parkland.
Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólinn í Parkland. AFP
mbl.is
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...