Árásarmaðurinn tók sitt eigið líf

Lögregla var með mikinn viðbúnað á svæðinu.
Lögregla var með mikinn viðbúnað á svæðinu. AFP

Kona, sem skaut af byssu við höfuðstöðvar Youtube í San Bruno í Kaliforníu fyrr í kvöld, er látin, að því er kemur fram í frétt LA Times. Lögregluyfirvöld staðfesta að hún hafi sært fjóra áður en hún tók sitt eigið líf. Ekki er vitað um ástand hinna særðu en þeir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en hugsanlegt er að málið tengist heimilis- eða vinnustaðaofbeldi. Rannsókn á málinu er hins vegar á byrjunarstigi og því liggja frekari upplýsingar ekki fyrir.

Tilkynnt var um skothljóð og hugsanlegan byssumann við höfuðstöðvarnar fyrir tæpum tveimur klukkutímum og hefur lögregla verið með mikinn viðbúnað á svæðinu. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert