Sagði konu sína hafa drekkt barnfóstru

Frank Berton, lögmaður fjölskyldu Sophie Lionnet.
Frank Berton, lögmaður fjölskyldu Sophie Lionnet. AFP

Ouissem Medouni, sem er fyrir rétti ákærður fyrir að hafa ásamt sambýliskonu sinni myrt barnfóstru þeirra í London, sakaði sambýliskonuna um morðið í dag.

Hann sagði hana hafa drekkt barnfóstrunni í baðinu þeirra og hrópaði í réttarsalnum: „Þú gerðir það!“

Medouni, sem er fertugur, sneri sér að Sabrinu Kouider og sagði: „Þú settir höfuðið á henni í vatnið“.

Í framhaldinu sagði hann við kviðdóminn: „Hún er mjög sterk kona, hún er fær um gera þetta.“

Catherine Devallonne, móðir Sophie Lionnet.
Catherine Devallonne, móðir Sophie Lionnet. AFP

Medouni greindi frá því í réttarsalnum fyrr í vikunni að hann hefði reynt að lífga barnfóstruna Sophie Lionnet við áður en þau brenndu lík henn­ar. 

Koui­der er sögð hafa verið sann­færð um að Li­onn­et væri að njósna um sig fyr­ir fyrr­ver­andi kær­asta sinn Mark Walt­on, sem áður var í drengja­sveit­inni Boyzo­ne. Taldi hún Walt­on hafa heitið fóstrunni frægð og fé ef hún veitti hon­um upp­lýs­ing­ar um sig.

Li­onn­et lést í sept­em­ber í fyrra, eft­ir að parið hafði þvingað upp úr henni játn­ingu um tengsl sín við Walt­on, sem þau tóku að hluta til upp á mynd­bandið.

Dánar­or­sök Li­onn­et er ókunn vegna áverk­anna sem hlut­ust er þau Medouni og Kouider reyndu að losa sig við lík henn­ar. Rétt­ar­meina­fræðing­ar segja lík Lionnet hafa verið marið og að rifbein og bringubein hafi verið brákuð. Þá áverka hafi hún fengið ein­um og hálf­um til þrem­ur dög­um áður en hún lést.

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...