Gæti Trump fengið Nóbelinn?

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Gæti hann orðið fimmti Bandaríkjaforsetinn til að ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Gæti hann orðið fimmti Bandaríkjaforsetinn til að fá friðarverðlaun Nóbels? AFP

Áratug eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hlaut friðarverðlaun Nóbels, er möguleiki að Donald Trump, arftaki hans í embætti, geti hlotið þessi virtu friðarverðlaun fyrir að leiða Kóreudeiluna  til farsælla lykta?

18 þingmenn Repúblikanaflokksins sendu norsku Nóbelsnefndinni í dag bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að hafa Trump í huga þegar friðarverðlaunin verða veitt á næsta ári. Hann sé „óþreytandi í þeirri viðleitan sinni að koma á frið í heiminum.“

Hugmyndin ein virðist hins vegar kalla á harkaleg viðbrögð hjá mörgum samlöndum forsetans sem og gagnrýnendum hans erlendis. Þá þykir mörgum tilnefningin full snemma fram komin.

Ljúfir tónar í eyru Trump

Tilnefningin er þó engu að síður ljúfir tónar í eyru forsetans. „Þetta er fallegt af ykkur. Takk fyrir. Þetta er fallegt,“ sagði Trump skælbrosandi við stuðningsmenn sína á kosningafundi í Michigan. „Ég vil bara koma hlutum í verk,“ sagði hann eftir að hafa borið orðið „Nóbel“ fram hljóðlaust.

Þremur dögum síðar, á forsetaskrifstofunni, nefndi Trump Nóbelinn að nýju og sagði nú það vera merki um „örlæti“ Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu  að gefa til kynna að Trump ætti þessi virtu verðlaun skilið frekar en hann sjálfur.

„Ég kann að meta þetta, en aðalatriðið er að koma hlutunum í verk,“ sagði hann. „Ég vil friðinn.“

Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti fékk friðarverðlaun Nóbels eftir skamman tíma ...
Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti fékk friðarverðlaun Nóbels eftir skamman tíma í embætti. AFP

Sá mikli viðsnúningur sem orðið hefur á Kóreuskaga undanfarnar vikur eftir vaxandi spennu, misserin á undan, hefur vakið spurningar um það hvort að kjarnorkulaus Kóreuskagi sé möguleiki og að sögulegar sættir geti náðst.

Of snemmt að ræða friðarverðlaunin

Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja hins vegar of snemmt að sýna slíka bjartsýni, eða til að reyna að spá fyrir um útkomu fundar Trump með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Kim ættin hefur stýrt Norður-Kóreu af járnaga sl. 70 ár.

„Þetta er súrrealískt að því leiti að það er greinilega alltof snemmt að ræða um að veita nokkrum friðarverðlaun Nóbels,“ segir Aaron David Miller, fyrrverandi sendiherra og samningamaður hjá nokkrum ríkisstjórnum demókrata og repúblikana.

Fari „utanríkismálin í rétta átt,“ þá er þetta hins vegar „möguleg“ útkoma, sagði Miller við AFP. Fari svo yrði Trump fimmti Bandaríkjaforsetinn til að hljóta Nóbelinn, en áður hafa auk Obama þeir Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter hlotið þessi virtu verðlaun.

Telja tillöguna fáránlega

Mjög skiptar skoðanir eru hins vegar um það hvort að Trump geti raunverulega hlotið Nóbelinn og telja gagnrýnendur forsetans tillöguna fáránlega. Trump eigi engan þátt í þíðunni á Kóreuskaga. Stuðningsmenn forsetans segja hana hins vegar honum einum að þakka.

Samningaviðræður við Norður-Kóreu hafi verið óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum síðan og það sé sönnun þess að hvatvísi forsetans geti rofið múra og breytt diplómatískum leikreglum og náð þannig árangri sem ekki hefði annars tekist.

Hörðustu andstæðingar Trumps telja gjörðir stjórnar hans hins vegar útiloka hann með öllu frá tilnefningu til Nóbelsins.  

mbl.is
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
byggingu og endurnýjun verk
Ég mun gera allar minniháttar byggingar og endurbætur. Skrifaðu tölvupóstfang r....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...