Mæta á staðinn ef N-Kórea vill funda

Kim Jong-un og Trump á samsettri mynd.
Kim Jong-un og Trump á samsettri mynd. AFP

Bandaríkin hafa ítrekað að þau vilji að fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, verði haldinn. Norðurkóresk stjórnvöld hafa hótað því að hætta við fundinn.

Sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu fóru fyrir brjóstið á N-Kóreumönnum. 

„Ef Norður-Kórea vill hitta okkur, þá mætum við á staðinn,“ sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins.

„Forsetinn er tilbúinn og við verðum einnig tilbúin. Við munum halda áfram að vinna að undirbúningi fundarins.“

Leiðtoga­fund­ur­inn á að fara fram 12. júní og er hans beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu.

Sarah Huckabee Sanders.
Sarah Huckabee Sanders. AFP
mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Múrverk
Múrverk...