Yfir 100 látnir í Havana

Björgunarstarfsmenn á slysstaðnum.
Björgunarstarfsmenn á slysstaðnum. AFP

Yfir 100 manns eru látnir eftir flugslysið á Kúbu þegar 737-flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak.

BBC greinir frá þessu og hefur eftir ríkisfjölmiðlinum Granma að þrír hafi lifað slysið af. Ástand þeirra er alvarlegt. 

Alls voru 104 farþegar um borð í flugvélinni og níu í áhöfn.

„Frétt­irn­ar lofa ekki góðu. Svo virðist sem fórn­ar­lömb­in séu mörg,“ sagði Migu­el Diaz-Ca­nel, for­seti Kúbu, sem mætti á slysstaðinn. 

Flug­vél­in var á leiðinni til kúbversku borg­ar­inn­ar Holgu­in í aust­ur­hluta lands­ins þegar hún brotlenti eftir flugtak á Jose Marti-flugvellinum. 

Ríkisflugfélagið Cubana de Aviación hafði leigt flugvélina af mexíkóska fyrirtækinu Damojh.

Útvarpsstöðin Radio Havana Cuba greindi frá því á Twitter að flugvélin hafi brotlent á „þjóðveginum“ á milli Boyeros og Havana, skammt frá flugvellinum.

AFP
Miguel Diaz-Canel, annar frá hægri, á slysstaðnum.
Miguel Diaz-Canel, annar frá hægri, á slysstaðnum. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert