Komu upp um áætlun um að myrða 47 manns

Arkady Babchenko greinir fjölmiðlum frá ástæðum þess að féllst á ...
Arkady Babchenko greinir fjölmiðlum frá ástæðum þess að féllst á að sviðsetja eigin dauða. AFP

Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í dag að í leynilegum aðgerðum sínum, við að koma upp um þá sem vildu rússneska blaðamanninn Arkady Babchenko feigan, hafi þau fundið lista með nöfnum 47 manns sem mögulega átti að ráða af lífi síðar.

Fréttir af morðinu Babchenko vöktu mikla athygli fyrr í vikunni og ekki síður er hann reyndist svo sprelllifandi næsta dag, þegar greint var frá því að morðið hefði verið sviðsett til að koma upp um raunverulega áætlun um að myrða hann.

Ríkissaksóknari Úkraínu, Yuriy Lutsenko, skrifaði á Facebook í dag að í hinni umdeildu aðgerð, þar sem dauði Babchenkos var sviðsettur, hafi öryggislögreglan komist yfir lista með nöfnum 47 manns. Flestir eru blaðamenn ýmist úkraínskir eða rússneskir, og sem „gætu verið næstu fórnarlömb hryðjuverkamanna“ að því er segir í færslunni.

Sagði Lutsenko alla þá sem á listanum voru hafa verið látna vita og að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja öryggi þeirra.

Fréttamaðurinn Matvei Ganapolsky, sem starfar hjá útvarpsstöðinni Russian Echo of Moscow, sagði útvarpsstöðinni að hann og blaðamaðurinn Evgeniy Kiselev hafi báðir verið boðaðir á fund öryggislögreglunnar og varaðir við því að þeir kynnu að vera í hættu.

Kvaðst hann hafa fengið að sjá gögn sem tengdust árásinni á Babchenko sem sannfærðu sig um að „alvara væri á ferðum og að verið væri að undirbúa raunverulega árás þar sem ætlunin væri að drepa“ sig.

Áður höfðu úkraínsk yfirvöld greint frá því að rússneska leyniþjónustan hefði ætlað að láta myrða Babchenko og 30 manns til viðbótar.

Úkranísk yfirvöld ræddu í dag við vestræna diplómata til að kynna þeim ástæðurnar að baki þess að þau ákváðu að sviðsetja morðið á Babchenko, enda hefur sú ákvörðun sætt töluverðri gagnrýni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...