Íranar hefja auðgun úrans að nýju

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran.
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran. AFP

Íranar munu tilkynna kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag að þeir séu að hefja ferli til þess að auka getu sína til þess að auðga úran. BBC greinir frá.

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, segist hafa fyrirskipað undirbúning auðgunar, ef svo kynni að fara að kjarnorkusamningurinn frá 2015 myndi ekki halda.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin úr samningnum í síðasta mánuði. Enn er ekki víst hvort Evrópulöndin sem hafa aðild að samningnum muni halda sig við hann.

Ljósmynd frá 2007 úr einni úrantilraunastöð Írana.
Ljósmynd frá 2007 úr einni úrantilraunastöð Írana. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
CASE 580 G Grafa til sölu
Case 580G til sölu á vægu verði 790þús.+vsk ...Ný dekk og mikið endurnýjað af s...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...