Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu

Harvey Weinstein yfirgefur dómsalinn í New York.
Harvey Weinstein yfirgefur dómsalinn í New York. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómara í morgun en hann var formlega ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í lok maí.

Lögmaður Weinstein hefur áður lýst því yfir að skjólstæðingur hans sé saklaus og harðneiti ásökunum sem fram komi í ákærunni.

Weinstein er laus gegn tryggingu og samþykkti að ganga með staðsetningarbúnað og afhenda vegabréfið sitt. Weinstein á yfir höfði sér 25 ára fangelsisvist, verði hann fundinn sekur.

Tæp­ir átta mánuðir eru síðan kon­ur stigu fram og sökuðu Wein­stein um kyn­ferðis­lega áreitni og marg­vís­legt kyn­ferðis­legt of­beldi. Ásak­an­ir á hend­ur hon­um mörkuðu upp­haf her­ferðarinnar #MeT­oo sem hef­ur haft gríðarleg áhrif um all­an heim. 

Wein­stein er ákærður fyr­ir að hafa nauðgað konu á ár­inu 2013 og fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart ann­arri konu árið 2004. Hvor­ug þeirra hef­ur verið nafn­greind. 

Að sögn lög­manns Wein­stein snýst nauðgun­ar­ákær­an um konu sem Wein­stein hafi átt í tíu ára ástar­sam­bandi við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert