Leystu mannshvarf með hjálp dróna

Alls tóku um fimmtíu manns á bandi lögreglunnar í Norfolk …
Alls tóku um fimmtíu manns á bandi lögreglunnar í Norfolk þátt í leitinni. AFP

Umfangsmikilli leit af eldri karlmanni í Norfolk á Englandi er lokið eftir að hann fannst aðframkominn úr þreytu með hjálp drónatækni. Lögregluyfirvöld í Norfolk segja tæknina hafa verið lykilinn í því að finna manninn sem hvarf eftir göngutúr seinnipart laugardags.

Peter Pugh, 75 ára, fannst forugur upp fyrir haus í litlum læk skammt frá staðnum þar sem hann sást síðast og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Samkvæmt vef BBC segir talsmaður lögregluyfirvalda í Norfolk að ómögulegt hefði verið að staðsetja Pugh í tæka tíð án dróna lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert