Trump forðast mótmælendur

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun að mestu leyti forðast London þegar hann kemur til Bretlands í opinbera heimsókn í næstu viku. Forsetinn mun bæði hitta Theresu May forsætisráðherra og Elísabetu drottningu.

Verður þetta fyrsta heimsókn Trump til Bretlands síðan hann tók við embætti forseta í janúar 2017. Sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, Woody Johnson, segir að rætt verði um mögulegan tvíhliða viðskiptasamning ríkjanna eftir að Bretland gengur úr Evrópusambandinu.

Trump mun aðeins dvelja eina nótt í London en þar hefur verið boðað til fjöldamótmæla vegna heimsóknar hans. Nú hafa rúmlega 50 þúsund manns boðað komu sína á mótmælin.

Skipuleggjendur mótmælanna vilja láta í ljós óánægju sína með stefnu Trump í innflytjendamálum.

Trump ætlar að eyða helginni í Skotlandi en móðir forsetans fæddist á skoskri eyju. Með forsetanum í för verður Melania Trump forsetafrú.

mbl.is
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Verktaki - Ráðgjöf - Verkefnavinna
Reynsluríkur lögg. iðnmeistari á besta aldri tekur að sér ýmis smáverk / ráðgjö...
NP
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...