Slím getur innihaldið hættuleg efni

Slím er vinsælt leikfang hjá börnum nú um stundir.
Slím er vinsælt leikfang hjá börnum nú um stundir.

Forráðamenn barna eru varaðir við því að efni í sumu slími sem börn leika sér með geta verið hættuleg heilsu. Um þetta er fjallað í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Neytendasamtökin Which? prófuðu ellefu vörur af þessum toga og komust að því að átta þeirra innihalda meira af efninu bóri en leyfilegt er samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins. 

Which? segir að Toysmith Jupiter Juice, sem er vinsælt slím meðal barna, hafi innihaldið fjórum sinnum meira af bóri en leyfilegt er.

Sömu sögu er að segja um slímin CCINEE Pink Fluffy Slime og Cosoro Dodolu Crystal Slime Magic Clay. Allar þessar vörur voru keyptar í gegnum Amazon. Þær hafa nú verið teknar þar úr sölu.

Bór getur verið eitrað í stórum skömmtum. Það getur valdið ertingu í húð, skjálfta, höfuðverkjum, niðurgangi, uppköstum og jafnvel þunglyndi, segir í frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert