Fékk sólhlíf inn í brjóstkassann

Sólhlífin hafði verið skilin eftir í sandinum á ströndinni er …
Sólhlífin hafði verið skilin eftir í sandinum á ströndinni er vindurinn feykti henni upp. AFP

Kona í Maryland varð fyrir því að sólhlíf kom fljúgandi í loftinu og stakkst inn í brjóstkassann á henni.

Konan, sem er 46 ára, sat í sólabaðsstól á ströndinni í bænum Ocean City í Maryland-ríki. Hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús og talið er að hún muni ná sér að fullu.

Atvikið vildi þannig til að vindur feykti sólhlíf sem komið hafði verið fyrir á ströndinni á konuna með þeim afleiðingum að skaftið stakkst inn í brjóstkassann á henni. Slökkviliðsmenn sem komu á vettvang urðu að saga skaftið í sundur til að geta flutt konuna undir læknishendur.

Frétt BBC.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert