Nýr tindur krýndur hæsta fjall Svíþjóðar

Kebnekaise er hæsta fjall Svíþjóðar.
Kebnekaise er hæsta fjall Svíþjóðar. Wikipedia/Alexandar Vujadinovic

Suðurtindur Kebnekaise-fjalls í Svíþjóð er ekki lengur sá hæsti í landinu. Nú er það norðurtindurinn sem hefur vinninginn þar sem jökull á þeim syðri hefur bráðnað umtalsvert. Þetta var staðfest í gær. Við mælingar á sunnudag kom í ljós að suðurtindurinn er orðinn fimmtíu sentímetrum lægri en sá nyrðri.

Í frétt sænska ríkisútvarpsins segir að landmælingar hafi fyrst verið gerðar á fjallinu árið 1880. Frá síðustu aldamótum hefur verið ljóst að jökullinn á syðri tindi fjallsins hefur verið að bráðna. Í mælingunum á sunnudag var það staðfest að norðurtindurinn er 2.096,8 metrar eða um hálfum metra hærri en sá syðri. Jökulinn á tindinum hefur bráðnað umtalsvert í hitabylgjunni í Svíþjóð í sumar.

Íslenska þjóðin get­ur nú tekið gleði sína á ný því ljóst er að með lækk­un­inni er Öræfa­jök­ull, hæsta fjall Íslands, orðið stærra en Keb­nekaise á ný. Hvanna­dals­hnúk­ur í Öræfa­jökli hafði um einn­ar ald­ar skeið, allt frá ár­inu 1904, verið tal­inn 2.119 metra hár og sú tala greypt í all­ar kennslu­bæk­ur, þar til Land­mæl­ing­ar Íslands end­ur­mældu fjallið árið 2005. Kom þá í ljós að tind­ur­inn var níu metr­um lægri, 2.110 metr­ar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 - 2000, 33 bindi, Kvæði Eggerts Ól...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...