Tveir lögregluþjónar létust

Kanadískur lögreglumaður. Mynd úr safni.
Kanadískur lögreglumaður. Mynd úr safni. AFP

Tveir lögregluþjónar eru á meðal þeirra fjögurra sem eru látn­ir eft­ir skotárás í borg­inni Frederict­on í New Brunswick í Kan­ada. Sá sem er grunaður um árásina er í haldi lögreglu.

Ekki hefur verið greint frá nöfnum þeirra sem létust. Lögreglan í Fredericton hefur greint frá því að maðurinn sem er grunaður um árásina er alvarlega særður.

„Fréttirnar frá Fredericton eru hræðilegar. Ég sendi öllum þar innilegar samúðarkveðjur. Við fylgjumst náið með framvindu mála,“ skrifaði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á Twitter.

Aðstæður í kring­um skotárás­ina eru á huldu, annað en að hún átti sér stað á göt­unni Brooksi­de Dri­ve, sem er í íbúðahverfi í borg­inni. Sjónvarpsmaður á svæðinu greindi frá því að hann hefði heyrt skothvelli skömmu eftir klukkan 11 að íslenskum tíma, klukkan 8 að staðartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert