Eignaðist strák

Julie Anne Genter og Peter Nunns með nýfæddan son sinn.
Julie Anne Genter og Peter Nunns með nýfæddan son sinn. AFP

Nýsjálenskur ráðherra, sem komst í fréttir alþjóðlegra fjölmiðla fyrr í vikunni fyrir að hafa hjólað á fæðingardeildina, eignaðist son.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ráðherrans, Julie Anne Genter, heilsast syni og móður vel en hún var komin 42 vikur á leið þegar hún hjólaði ásamt barnsföður sínum á fæðingardeildina á sunnudag. Þar átti að setja fæðinguna af stað vegna þess hversu langt hún var gengin fram yfir ásettan fæðingardag.

Viðbrögð við hjólreiðunum voru mikil og vakti þetta mikla aðdáun ýmissa á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem dáðust að henni er leikkonan Kristin Bell sem lýsti skoðun sinni á Twitter. mbl.is
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Dartvörur í úrvali frá UNICORN.
Dartvörur í úrvali frá UNICORN. pingpong.is Síðumúla 35 (að aftanverðu) Sími 568...