Suu Kyi hefði átt að segja af sér

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hefði átt að segja ...
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hefði átt að segja af sér embætti frekar en að verja gjörðir hersins að mati mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. AFP

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hefði átt að segja af sér embætti í kjölfar ofbeldisaðgerða búrmíska hersins gegn rohingjum í Rakhine-héraði á síðasta ári.

Þetta segir Zeid Ra'ad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, í samtali við BBC. Suu Kyi, sem er einn af friðarverðlaunahöfum Nóbels, hefði átt að íhuga að snúa aftur í stofufangelsisvistina frekar en að afsaka aðgerðir hersins.

Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér í síðustu viku segir að rannsaka ætti búrmíska herinn fyrir þjóðarmorð og er raunar mælt með að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag taki málið til rannsóknar.

Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað skýrslunni og segja hana einhliða, en þau hafa áður framkvæmt eigin rannsókn á málinu þar sem herinn var hvítþveginn af slíkum ásökunum.

Sameinuðu þjóðirnar ásaka hins vegar Suu Kyi í skýrslu sinni um að hafa brugðist með því að koma ekki í veg fyrir ofbeldið. „Hún var í aðstöðu til að gera eitthvað,“ segir Hussein. „Hún hefði getað þagað – enn betra hefði þó verið ef hún hefði sagt af sér.“

Ekki hafi verið nein þörf á því að hún gerðist talsmaður búrmíska hersins. „Hún þurfti ekki að segja að þetta væri borgarís rangra upplýsinga. Það var lygi,“ bætti hann við.

Suu Kyi hefði þannig getað sagt að hún væri reiðubúin að vera leiðtogi Búrma að nafninu til, en ekki undir þessum kringumstæðum.

Búrmíska herstjórnin hélt Suu Kyi í stofufangelsi um 16 ára skeið, frá árinu 1989 til 2010.  Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti í gær að Suu Kyi yrði ekki svipt friðarverðlaununum sem hún fékk árið 1991.

mbl.is
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...