Sala Nike eykst þvert á spár

Slagorð herferðarinnar er „Believe in somet­hing. Even if it me­ans ...
Slagorð herferðarinnar er „Believe in somet­hing. Even if it me­ans sacrific­ing everything“. AFP

Allt lítur út fyrir það að sala íþróttavöruframleiðandans Nike hafi aukist í kjölfar umdeildrar auglýsingaherferðar sem farið var af stað með við upphaf leiktímabils bandarísku NFL-deildarinnar í síðustu viku. Að sögn rannsóknarfyrirtækisins Edison Trends jókst netverslun hjá Nike um 31% um verkalýðshelgina þegar auglýsingin með Colin Kaepernick var frumsýnd. BBC greinir frá.

Kaepernick, fyrrverandi leikmaður San Francisco 49ers, olli miklu fjaðrafoki árið 2016 þegar hann kraup á meðan þjóðsöng­ur­inn var leik­inn og neitaði að standa með hend­ur á brjósti, líkt og hefð er fyr­ir, til að mót­mæla lögregluofbeldi og kynþáttam­is­rétti. Hann hef­ur ekki leikið í NFL-deild­inni síðan snemma á síðasta ári og hefur lögsótt eigendur liða í deildinni fyrir að sniðganga hann.

Aukin sala Nike kemur gagnrýnendum líklega í opna skjöldu, en Donald Trump Bandaríkjaforseti réðist gegn íþróttarisanum í kjölfar frumsýningar auglýsingaherferðarinnar. Áður hafði hann kallað þá sem krjúpa yfir þjóðsöngnum „tíkarsyni“ og hvatt til þess að þeir yrðu reknir. Þá hafa margir sagst ætla að sniðganga Nike og jafnvel brennt vörur frá framleiðandanum, auk þess sem myllumerkin #JustBurnIt og #BoycottNike fóru hátt á Twitter.

Samkvæmt Edison Trends jókst netverslun Nike 2. til 4. september, sem er verkalýðsdagur Bandaríkjamanna, um 31%. Salan jókst um 17% á sama tíma í fyrra.

mbl.is
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000 Tilboð:179.000 út sept
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út sept Olíu og V...