20 tonn af Eiffel-turnum haldlögð

Yfirvöld í Frakklandi hafa lengi átt í erfiðleikum með að ...
Yfirvöld í Frakklandi hafa lengi átt í erfiðleikum með að hamla sölu smyglvarnings á ferðamannastöðum. AFP

Franska lögreglan hefur lagt hald á 20 tonn af litlum Eiffel-turnum í aðgerðum sem miða að því að grafa undan viðamiklum samtökum minjagripasölumanna í höfuðborg landsins, París.

Samkvæmt BBC voru aðgerðirnar samstarfsverkefni frönsku lögreglunnar og franskra innflytjendayfirvalda og leiddu til skyndiáhlaups á kínverska heildsala sem grunaðir voru um að flytja inn varninginn fyrir ólöglega sölumenn. Níu voru handteknir í tengslum við málið.

Litlu eftirmyndir Eiffel-turnsins, frægasta kennileitis Parísar og jafnvel Frakklands, eru stundum seldar fimm saman á eina evru fyrir utan ferðamannastaði á borð við Louvre-listasafnið og Eiffel-turninn sjálfan.

Yfirvöld í Frakklandi hafa lengi átt í erfiðleikum með að hamla sölu smyglvarnings á ferðamannastöðum. Sölumennirnir eru gjarnan ólöglegir innflytjendur sem flýja um leið og þeir koma auga á lögreglumenn.

mbl.is
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Dekk til sölu
Ný ónotuð sumardekk til sölu, tilboð óskast. Stærð 225-45-17, þetta er dýr dekkj...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...