Hættur vegna umdeildrar #Metoo-greinar

Ian Buruma, til vinstri, tekur við Erasmus-verðlaununum árið 2008 úr ...
Ian Buruma, til vinstri, tekur við Erasmus-verðlaununum árið 2008 úr hendi hollenska krónprinsins Willem-Alexander. AFP

Ian Buruma, ritstjóri hins virta tímarits New York Review of Books, er hættur störfum þar eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir að birta grein sem hefur verið fordæmd fyrir að móðga #MeeToo-hreyfinguna og fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar.

Nicolas During, talsmaður bókmenntatímaritsins, sagði við AFP að Buruma væri ekki lengur ritstjóri. Hann vildi ekki staðfesta hvort hann hefði sagt upp eða hvort hann hafi verið rekinn.

Greinin var skrifuð af Kanadamanninum Jian Ghomeshi, fyrrverandi fréttamanni, sem missti starf sitt hjá sjónvarpsstöðinni CBC eftir að yfir 20 konur sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi.

Hann var síðar sýknaður af kæru um kynferðisárás árið 2016 en skrifaði undir samkomulag þar sem honum var gert að biðja fyrrverandi samstarfsmann, sem hann hafði áreitt, afsökunar.

Í greininni skrifar Ghomeshi um líf sitt eftir ásakanirnar, hvernig fyrrverandi vinir hans og samstarfsmenn hafa snúið við honum bakinu, eftirsjá hans og sjálfsvígshugsanir.

Linda Redgrave, ein af konunum sem ásökuðu hann, lýsti yfir óánægju sinni með greinina. Hún lagði áherslu á alvarleika ásakananna á hendur Ghomeshi og sakaði hann um að reyna að fá meðaumkun. Málið hélt í framhaldinu áfram að vinda upp á sig á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...